Google Apps

150x55
Google Apps er í stuttu máli veflausnir fyrir félög, minni fyrirtæki og stærri. Hef notað þessa þjónustu hjá þeim í rúmt eitt ár með góðum árangri. Með google apps getur þú stofnað eftirfarandi þjónustu:

  • Póstþjónustu: búið til þitt eigið póstkerfi með @fyrirtækiðþitt.is og notað gmail þjónustuna
  • Skráarþjónustu: Búið til Excel, Word og powerpoint skjöl á netinu. Vistað skjöl á tölvunni, deilt skjölum á milli manna með lykilorði. Word og Excel útgáfunar eru mjög svo nytsamlegar og þá sérstaklega excel sem gefur lítið microsoft excel eftir miðað við fídusa.
  • Dagatal: svipað mjög til dagatalsins sem er í boði fyrir gmail notendur, nema getur deilt dagatali innan hóps og innsett dagatalið á prívat og nonprívat vefsíður
  • Vefsíður: möguleiki á að búa til vefsíður á netinu eða vista tilbúnar vefsíður á www.thittfyrirtæki.is hjá google.
  • Google Sites(vefsíður): er nýr möguleiki og mjög svo nytsamlegur. Fyrir nokkru síðan keypti google jotspot.com sem var hálfgerð wiki möguleiki fyrir notendur. Nú hafa þeir hjá Google Apps búið til möguleika fyrir hópa sem fyrirtæki að viðhalda svokölluðum innri vef sem allir hjá fyrirtækinu geta uppfært. Þetta er sama hugmyndafræði á wikipedia.com nema búið er að einfalda hlutina til muna. Ekki er krafist nein HTML kunnátta hjá notenda til að geta notað þennan fídus og vinnur Google Sites vel með öðrum fídusum hjá Google.
  • Allir þessir pakkar sem ég hef talið upp hér að ofan tengjast google apps. Þessi vefþjónusta vinnur síðan voðavel með aðra google fídusa t.d. picasa, youtube og fleiri. Ég mæli eindregið með því að smærri fyrirtæki og félög prófi þetta því þetta er svo einfalt í notkun.
  • Allt í þessum pakka virkar voða vel fyrir mobile platform(gsm síma með vefskoðara). Allar síður smækka í samræmi við símann og virkar þessi þjónusta þá vel fyrir þá sem eru á ferðinni. t.d. er netpósturinn í mjög þægilegu umhverfi.
  • Google apps þjónustan er í sífelldri þróun og má í raun segja að það komi inn nýr fídus vikulega. Alltaf er verið að laga eitthvað og bæta.

* Með því að smella hér er hægt að skoða vídeo yfir þá fídusa sem google apps bjóða uppá.

Þetta er mjög létt yfirlit yfir google apps og mun ég í framtíðinni kynna nýja fídusa hér á blogginu mínu. Ef einhverja spurningar eru varðandi þennan pakka þá skal ég glaður svara þeim í pósti eða athugasemdum. 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Allt milli himins og jarðar..

Höfundur

Stefán Esekiel Hafsteinsson
Stefán Esekiel Hafsteinsson
Höfundur starfar sem deildarstjóri við búsetu- og endurhæfingu geðfatlaða hjá Reykjavíkurborg

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband